LYSTARSTOL og lotugræðgi eftir Júlíu Buckroyd, klíniskan sálfræðing í Bretlandi er komin út. Bókin fjallar um sjúkdóma sem færast í aukana hvarvetna á Vesturlöndum. Algengastir eru þeir meðal ungra stúlkna.
LYSTARS STOFNANDI:: KOLLA \: \: Nýjar bækur LYSTARSTOL og lotugræðgi eftir Júlíu Buckroyd, klíniskan sálfræðing í Bretlandi er komin út. Bókin fjallar um sjúkdóma sem færast í aukana hvarvetna á Vesturlöndum. Algengastir eru þeir meðal ungra stúlkna.

Í bókinni eru lýsingar á lystarstoli og lotugræðgi og síðan rakið hvað veldur þeim í köflunum "Vandinn við að takast á við lífið" og "Þrýstingur tísku og samfélags". Mestur hluti bókarinnar fjallar um hvað hægt sé að gera til hjálpar, bæði ráð til sjálfshjálpar og aðstoð fagfólks.

Lýst er bæði eldri, hefðbundnum aðferðum læknisfræðinnar og nýrri sálfræðilegum aðferðum. Í viðbætum eru upplýsingar gefnar um ástandið hér á landi, vitnað í rannsóknarskýrslur og vikið að þeim deilum sem upp hafa risið milli hinnar hefðbundnu atferlismeðferðar og sjónarmiða Sæunnar Kjartansdóttur hjúkrunarfræðings um að beita sálgreiningu, segir í kynningu.

Þýðandi bókarinnar er Eva Ólafsdóttir. Bókin er 160 síður, prentuð í Grafík hf. Verð kr. 1.480.