LISTASAFN Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verður opið frá kl. 10­18 á þjóðhátíðardaginn eins og alla aðra daga. Kaffistofan og safnverslun verða opin á sama tíma. Klukkan 14 mun Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, flytja ávarp og síðan mun borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, útnefna borgarlistamann.
Hátíðardagskrá á Kjarvalsstöðum

LISTASAFN Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verður opið frá kl. 10­18 á þjóðhátíðardaginn eins og alla aðra daga. Kaffistofan og safnverslun verða opin á sama tíma. Klukkan 14 mun Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, flytja ávarp og síðan mun borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, útnefna borgarlistamann. Hrefna Eggertsdóttir mun leika rímnadansa eftir Jón Leifs á píanó við útnefninguna.

Í dag, 17. júní, er almenningi boðið að skoða sumarsýningu Kjarvalsstaða endurgjaldslaust. Sumarsýning Kjarvalsstaða 1997 nefnist Íslensk myndlist. Á þessari sýningu eru sýnd verk sem spanna 20. öldina og sýna þróun íslenskrar myndlistar frá síðustu aldamótum til þessa dags. Markmiðið með sumarsýningum safnsins nú sem undanfarin ár hefur verið að gefa sýningargestum tækifæri til að fá góða innsýn í íslenska listasögu.

Kjarvalsstaðir.