BANDALAG kvenna í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu með hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Bandalagið hefur í gegnum tíðina látið til sín taka í ýmsum málum er m.a snerta umhverfisvernd, neytendamál og uppeldis- og skólamál. Hátíðarfundurinn var fjölsóttur og var fundagestum boðið upp á veitingar af borgarstjórn Reykjavíkurborgar á eftir.

Bandalag kvenna

í Reykjavík 80 ára

BANDALAG kvenna í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu með hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Bandalagið hefur í gegnum tíðina látið til sín taka í ýmsum málum er m.a snerta umhverfisvernd, neytendamál og uppeldis- og skólamál.

Hátíðarfundurinn var fjölsóttur og var fundagestum boðið upp á veitingar af borgarstjórn Reykjavíkurborgar á eftir. Á fundinum var Halldóra Eggertsdóttir gerð að heiðursfélaga og þakkað fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í tilefni afmælisins hefur félagið gefið út afmælisblað sem greinir frá starfseminni auk þess sem þar eru greinar um málefni sem Bandalagið hefur látið sig miklu skipta.



Morgunblaðið/Róbert Fragapane HALLDÓRA Eggertsdóttir tekur á móti heiðursskjali frá þeim Jóhönnu Gunnarsdóttur varaformanni félagsins og Þóreyju Guðmundsdóttur formanni.