ORÐ í eyra ­ hljóðbókaútgáfa Blindrabókasafns Íslands, afhendir Bókasafni Kópavogs sína fyrstu sendingu af hljóðbókum miðvikudaginn 18. júní kl. 11. Alls eru þetta 35 titlar. Þar með hefur úrval hljóðbóka á Bókasafni Kópavogs stóraukist. Orð í eyra hóf í vor útgáfu á völdum hljóðritum úr bókakosti Blindrabókasafns Íslands.

Orð í eyra á Bókasafni Kópavogs

ORÐ í eyra ­ hljóðbókaútgáfa Blindrabókasafns Íslands, afhendir Bókasafni Kópavogs sína fyrstu sendingu af hljóðbókum miðvikudaginn 18. júní kl. 11. Alls eru þetta 35 titlar. Þar með hefur úrval hljóðbóka á Bókasafni Kópavogs stóraukist.

Orð í eyra hóf í vor útgáfu á völdum hljóðritum úr bókakosti Blindrabókasafns Íslands. Frá því safnið var stofnað hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu á bókakosti þess og eru nú til þar margar af best þekktu bókum síðustu áratuga. Hingað til hafa eingöngu lánþegar Blindrabókasafns Íslands haft aðgang að þeim en nú er unnið að því að almenningur geti einnig nálgast þær. Fyrsta skrefið er sala til almennings- og skólabókasafna, en stefnt er að því að síðar verði hljóðbækur frá Orði í eyra fáanlegar í bókaverslunum. Með tilkomu Orðs í eyra verða þáttaskil í útgáfu á íslenskum hljóðbókum þar sem úrvalið eykst til muna.

Allir handhafar lánþegakorta Bókasafns Kópavogs geta fengið hljóðbækur án endurgjalds.