MESSUR 17. JÚNÍ »KÓPAVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 með þátttöku forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur sem flytur stólræðu. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner organista og einnig syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
MESSUR 17. JÚNÍ

»KÓPAVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 með þátttöku forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur sem flytur stólræðu. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner organista og einnig syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Allir þeir sem eiga þess kost eru hvattir til að koma til kirkju á íslenskum búningi eða hátíðarbúningi. Að lokinni guðsþjónustu býður Kópavogsbær kirkjugestum í Listasafn Kópavogs ­ Gerðarsafn. Ægir Fr. Sigurgeirsson.

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 12.30. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Vordagar barna í 2. og 3. bekk hefjast á morgun miðvikudaginn 18. júní. Baldur Rafn Sigurðsson.

KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 12.30. Skátar aðstoða. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Ath. breyttan messutíma.

BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi: Messa kl. 11. Gunnar Kristjánsson.

ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sr. Heimir Steinsson.

REYKHOLT: Hátíðarmessa kl. 11.