NORSKIR fornleifafræðingar hafa ákveðið að grafa í Hálfdanar-hauginn á Steini, Hringaríki, og ber þeim heiður fyrir, hvort sem árangur verður eða ekki. Þeir draga enga dul á, að þeir séu að leita að beinaleifum úr Hálfdáni konungi svarta (uppi 840-880 eða um það bil), sem arfsagnir telja heygðan í þessum stað.
Bein úr jörðu

Þorsteini Guðjónssyni:

NORSKIR fornleifafræðingar hafa ákveðið að grafa í Hálfdanar-hauginn á Steini, Hringaríki, og ber þeim heiður fyrir, hvort sem árangur verður eða ekki. Þeir draga enga dul á, að þeir séu að leita að beinaleifum úr Hálfdáni konungi svarta (uppi 840-880 eða um það bil), sem arfsagnir telja heygðan í þessum stað.

Væri nú ekki gaman að því ­ og harla fróðlegt ­ að íslenskir létu sig hafa það að leyfa samskonar leit á Mosfelli og Hrísbrú, þar sem Snorri Sturluson hefur vísað til beina forföður síns, en fróður maður í Ameríku hefur boðið styrk til og liðsinni? Til þess að fá að grafa þarna varð sá ágæti maður að lofa að nefna engan mann með nafni, heldur aðeins húsarústir, og tefur þetta rannsóknina.

Ég hef verið að hugleiða, af hverju þessi tregða til að leyfa uppgröft geti verið sprottin. Mér hefur reyndar dottið í hug, að í nefndinni sitji einhverjir sem eru svo draughræddir, að þeir megi ekki til þess hugsa að gamli maðurinn "gangi laus". ­

Frá almennu sagnfræðisjónarmiði getur ekki verið neitt við það að athuga að rannsókn fari fram. Sagnfræði og fornleifafræði starfa saman þar sem viðfangsefni þeirra mætast. Við sem treystum á sagnfræðilegt gildi Egils sögu yrðum að lúta því, ef sagan afsannaðist. En ef beinin fyndust, þá væri það vissulega saga til næsta bæjar.

ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,

Rauðalæk 14, Reykjavík.