ARVO Alas (f. 1943 í Tallin) fyrrum sendiherra Danmerkur, Noregs og Íslands og þýðandi norrænna bókmennta, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 17.30. Hann talar um stefnur og strauma í eistneskum bókmenntum. Arvo Alas hefur þýtt rúmlega 20 bækur eftir norræna höfunda yfir á eistnesku, m.a.
Norræna húsið

Arvo Alas talar um eistneskar bókmenntir

ARVO Alas (f. 1943 í Tallin) fyrrum sendiherra Danmerkur, Noregs og Íslands og þýðandi norrænna bókmennta, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 17.30. Hann talar um stefnur og strauma í eistneskum bókmenntum. Arvo Alas hefur þýtt rúmlega 20 bækur eftir norræna höfunda yfir á eistnesku, m.a. Grettissögu, bækur eftir Svövu Jakobsdóttur, Jón Óskar, Njörð P. Njarðvík, Jón Helgason og fleiri.

Arvo Alas talar einnig um hlutverk eistneskra listamanna í sjálfstæðisbaráttunni, sem hefur, eftir að Ísland og önnur Norðurlönd viðurkenndu á ný fullveldi Eistlands, opnað fyrir nýja möguleika í menningarlífi þessarar smáþjóðar, og einnig í samstarfi Norðurlanda og Eistlands.

Í kynningu segir: "Frá 1970 má líkja bókmenntum Eista við norrænar bókmenntir. Módernískar, existensíalískar og absúrdískar stefnur og straumar í eistneskum bókmenntum í lok Sovéttímabilsins, eiga fátt sameiginlegt með svokölluðum "sósíalískum raunveruleika".

Jafnframt segir að bókmenntir Eista í dag séu fjölbreyttari og erfiðari að henda reiður á ­ þær hafa villst í völundarhúsi póstmódernismans.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og aðgangur er ókeypis.

Arvo

Alas