Hornafirði. Morgunblaðið- Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, var opnuð í íþróttahúsinu á Höfn 15. júní sl. og mun standa til 10. ágúst. Svavar var fæddur og uppalinn í Hornafiðri og réðust menn í það stórvirki að setja upp sýningu á verkum hans í tilefni hundrað ára afmælis byggðar á Höfn, en foreldrar Svavars voru í þeim hópi fólks sem byggði Höfn.
Sýning á verkum Svavars Guðnasonar Hornafirði. Morgunblaðið - Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, var opnuð í íþróttahúsinu á Höfn 15. júní sl. og mun standa til 10. ágúst. Svavar var fæddur og uppalinn í Hornafiðri og réðust menn í það stórvirki að setja upp sýningu á verkum hans í tilefni hundrað ára afmælis byggðar á Höfn, en foreldrar Svavars voru í þeim hópi fólks sem byggði Höfn. Bæjarfélaginu var færð höfðingleg gjöf frá Ástu Eiríksdóttur, eiginkonu Svavars, fyrr á árinu þegar hún gaf því 14 myndir eftir hann.

Einnig eru á sýningunni myndir sem Robert og Herdis Dahlman- Olsen færðu Hornfirðingum að gjöf árið 1996 og eru það 26 myndir, en þau hjón voru vinafólk þeirra Svavars og Ástu. Einnig eru á sýningunni 23 önnur verk sem voru fengin að láni af þessu tilefni. Nánustu ættingjar og vinir Svavars og Ástu voru við opnunina, svo sem Thor Vilhjálmsson og nánustu ættingjar hans.

"Ég gleymi því aldrei þegar ég sá fyrstu abstrakstmyndina eftir hann en það er mynd sem hann málaði af mér í París 1938 og mér þótti myndin svo ljót og var ég lengi mjög leið yfir þessu en þegar við höfðum verið nokkurn tíma í París sá ég að myndlistarmenn stefndu allir í þessa átt og nú þykir mér mjög vænt um myndina," sagði Ásta Eiríksdóttir en hún opnaði sýninguna á Höfn nú um helgina. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir ÁSTA Eiríksdóttir, eiginkona Svavars, stendur við mynd sem hann málaði af henni 1938 í París, en þetta er ein af fyrstu afstraktmyndum hans.