MARK Lawrenson, sem Kevin Keegan fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle réð sem þjálfara, hefur látið af því starfi og snýr sér alfarið að umfjöllun um knattspyrnu í fjölmiðlum. Lawrenson verður bæði í sjónvarpi, hjá BBC, og útvarpi, hjá Radio 5.
STOFNANDI:: SKHA \: \: MARK Lawrenson, sem Kevin Keegan fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle réð sem þjálfara, hefur látið af því starfi og snýr sér alfarið að umfjöllun um knattspyrnu í fjölmiðlum. Lawrenson verður bæði í sjónvarpi, hjá BBC, og útvarpi, hjá Radio 5.

TOMMY Burns, fyrrum knattspyrnustjóri Celtic, kemur til Newcastle í stað Lawrensons. Hann hefur þegar mælt með því að félagið kaupi ítalska útherjann Paolo Di Canio frá Celtic. Hann er 29 ára og er varðlagður á 3 milljónir punda.

EVERTON er enn að leita að knattspyrnustjóra. Andy Gray, sem starfað hefur hjá Sky sjónvarpsstöðinni við góðan orðstír, hefur sterklega verið orðaður við starfið, eins og fram hefur komið í blaðinu. Jafnvel er talið líklegt að hann og Howard Kendall, fyrrum stjóri Everton, taka við liðinu sameiginlega. Kendall stjórnar nú Sheffield United.

INGI RÚNAR Gíslason kylfingur úr Leyni setti vallarmet á golfvelli Oddfellowa á laugardaginn er hann lék á 72 höggum og sigraði í Morgunblaðsmótinu. Vallarmat vallarins er 71,2 og gamla metið, 73 högg, átti Ívar Hauksson.

DANSKI hlauparinnar frábæri Wilson Kipketer hefur hætt við þátttöku á Bislett-leikunum í Osló 4. júlí mótshöldurum og styrktaraðilum til mikillar gremju.

MÓTSSTJÓRI Bislett-leikanna Svein Arne Hansen segist bæða hafa skriflegt og munnlegt samkomulag við Kipketer. "Ég hef unnið að þessum leikum í 20 ár og aldrei kynnst öðru eins," sagði hann.

STEFFI Graf sagði í viðtali við þýskt dagblað um helgina að hún væri alvarlega að hugsa um að hætta í tennis vegna meiðsla. Graf , sem varð 28 ára á laugardaginn, hefur sigrað 21 sinni á stórmóti á 15 ára ferli.

MARK Philippoussis frá Ástralíu vann Goran Ivanisevic frá Króatíu 7-5, 6-3, í úrslitum á tennismóti í London á sunnudaginn. Þeir tveir eru mjög sterkir í uppgjöfum og var þetta mikil "uppgjafatennis" þar sem hinn tvítugi Ástrali fékk 15 ása en Ivanisevic 12. "Þetta gekk vel og nú er ég tilbúinn fyrir Wimbledon," sagði Philippoussis eftir sigurinn en Wimbledon- mótið hefst 23. júní.

RÚSSNESKI tennisleikarinn Yevgeny Kafelnikov sigraði Petr Korda frá Tékklandi í úrslitum á tennismóti í Þýskalandi í geysilega spennandi leik, 7-6 (7:2), 6-7 (5:7), 7-6 (9:7). Hann lagði Boris Becker að velli í undanúrslitum og Michael Stich þar á undan.

JOHN Sivebæk, varnarmaðurinn gamalkunni, lagði skóna á hilluna eftir síðasta leik AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

SIVEBÆK, sem lék m.a. með Manchester United í Englandi og Mónakó í Frakklandi, tók þátt í 87 landsleikjum. Þá á að hann að baki 500 deildarleiki með sex félögum í fjórum löndum.

SEPP Piontek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu sem nú þjálfar Silkeborg, fékk hjartaáfall um helgina. Hann er þó sagður við þokkalega heilsu og ekki í lífshættu.