N-KÓREUMENN munu væntanlega sættast á að taka þátt í viðræðum háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, að því er talsmaður suður-kóreska utanríkisráðuneytisins sagði í gær. Suður-Kóreumenn eru "hóflega bjartsýnir" á að friðarviðræður fari fram á þessu ári.
N-Kórea hyggur á viðræður

N-KÓREUMENN munu væntanlega sættast á að taka þátt í viðræðum háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, að því er talsmaður suður-kóreska utanríkisráðuneytisins sagði í gær. Suður-Kóreumenn eru "hóflega bjartsýnir" á að friðarviðræður fari fram á þessu ári. Auk Norður- og Suður-Kóreu og Bandaríkjanna myndi Kína einnig taka þátt í viðræðunum, en markmiði með þeim er að sættast á friðarskilmála sem gætu komið í stað vopnahlésins, sem samið var um eftir Kóreustríðið 1950-53, og stendur enn.

Campbell til vinnu á ný

BRESKA sýningarstúlkan Naomi Campbell sneri aftur til vinnu í París í gær eftir að hafa leitað til bráðamóttöku sjúkrahúss á Kanaríeyjum á sunnudag. Að sögn umboðsaðila Campbells var ástæða sjúkrahússvistarinnar ekki ofneysla lyfja heldur ofnæmisviðbrögð við sýklalyfjum sem Campbell hafði tekið við magaverkjum.