VAXANDI óánægja er meðal leikmanna Íslands- og bikarmeistaraliðs Akraness, skv. heimildum Morgunblaðsins, með þá erlendu leikmenn sem fengnir voru til ÍA fyrir tímabilið, einkum Vladan Tomic og Dragutin Ristic. Leikmenn furða sig á því hvers vegna fengnir séu erlendir miðlungsmenn þegar nægur efniviður sé til staðar.
Skaga- menn óánægðir VAXANDI óánægja er meðal leikmanna Íslands- og bikarmeistaraliðs Akraness, skv. heimildum Morgunblaðsins, með þá erlendu leikmenn sem fengnir voru til ÍA fyrir tímabilið, einkum Vladan Tomic og Dragutin Ristic. Leikmenn furða sig á því hvers vegna fengnir séu erlendir miðlungsmenn þegar nægur efniviður sé til staðar.

Eldri leikmenn ÍA voru mjög ósáttir við framgöngu Júgóslavanna í leiknum gegn ungmennaliði ÍA í bikarkeppninni á laugardag og ræddu málið af miklum þunga í búningsklefa að leik loknum. Einn leikmanna sagðist, í samtali við Morgunblaðið, ekki geta ímyndað sér annað en að stjórn liðsins léti þessa menn fara ­ þeir ættu ekki að fá tækifæri endalaust.

Í gærkvöldi fékk Morgunblaðið svo staðfest að Tomic sé á leið til Skallagríms í Borgarnesi.

»Tveir / B3