NÝVERIÐ hækkaði verð á dúkahreinsun hjá Fönn. Hversvegna? Svar: Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Fönn segir að ástæðan fyrir verðhækkuninni sé sú að dúkaverð hafi ekkert hækkað frá 1. júní 1992. "Í framhaldi af síðustu launahækkunum var ákveðið að leiðrétta verð á dúkahreinsun. Það er misjafnt hversu mikil hækkunin er.
Spurt og svarað um neytendamál

Hversvegna hækkaði

verð á dúkahreinsun?

NÝVERIÐ hækkaði verð á dúkahreinsun hjá Fönn. Hversvegna?

Svar: Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Fönn segir að ástæðan fyrir verðhækkuninni sé sú að dúkaverð hafi ekkert hækkað frá 1. júní 1992. "Í framhaldi af síðustu launahækkunum var ákveðið að leiðrétta verð á dúkahreinsun. Það er misjafnt hversu mikil hækkunin er. Við skoðuðum verðið hjá samkeppnisaðilum og sáum að í sumum tilfellum vorum við komnir langt niður fyrir það verð sem tíðkast.

Áður kostaði 121 krónu að hreinsa hvern metra af venjulegum borðdúk. Nú kostar það 175 krónur á metra. Það kostaði 151 krónur á metra að hreinsa silkidúk og kostar núna 250 krónur. Kaffidúk kostaði 233 krónur að hreinsa þ.e. hvern metra en kostar núna 340 krónur.

Hvaða sumarblóm henta

í svalakassa?

Hvaða tegundir sumarblóma henta í svalakassa og blómaker þar sem ekki er algjört skjól?

Svar: Pálína Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur hjá ræktunarstöðinni í Laugardal segir að stjúpur þoli næstum allt og séu harðgerðar. Hún segir að tóbakshengijurt (surfinía), sem er vinsæl um þessar mundir, þurfi skjól til að þrífast vel. "Langi fólk að hafa hengiplöntu í svalakassa eða keri eru hengilóbelíurnar líklega hagstæðari. Þær þurfa ekki alveg eins mikið skjól þó þær geti heldur ekki verið á algjöru bersvæði."

Annars segir Pálína að nota megi ýmislegt í ker og potta, fólk verði að fikra sig áfram. Hún segir að matjurtir geti verið fallegar með í ker líka, steinselja og hinar ýmsu káltegundir.

­ Hvað með næringu yfir sumarið?

"Það er ágætt að blanda blákorni í moldina áður en sumarblómunum er plantað. Þá er líka fínt að setja vikur í botninn og sérstaklega ef um djúp ker er að ræða.

Morgunblaðið/Ásdís