KR-INGURINN Brynjar Gunnarsson, sem hefur leikið átta landsleiki með ungmennalandsliðinu og gert tvö mörk í þeim, kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðshópinn er landsliðið mætti Makedóníu fyrir tíu dögum og var mjög öflugur á miðjunni í fyrsta landsleik sínum sem tapaðist 1:0 í Skopje í Makedóníu.
Ætlar landsliðsmaðurinn BRYNJAR GUNNARSSON að feta í fótspor föður síns? Dreymir um at- vinnumennsku KR-INGURINN Brynjar Gunnarsson, sem hefur leikið átta landsleiki með ungmennalandsliðinu og gert tvö mörk í þeim, kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðshópinn er landsliðið mætti Makedóníu fyrir tíu dögum og var mjög öflugur á miðjunni í fyrsta landsleik sínum sem tapaðist 1:0 í Skopje í Makedóníu. Hann lék líka á miðjunni undir stjórn nýs þjálfara hjá KR í bikarleiknum á móti KS á Siglufirði á sunnudagskvöld og gerði þá tvö af fjórum mörkum liðsins.

Brynjar, sem verður 22 ára í haust, býr með Olgu Soffíu Einarsdóttur og starfar hjá Nat han & Olsen. Hann á sér þann draum að verða atvinnumaður en vitað er að sænsk félög hafa sýnt honum áhuga. Hann hefur staðið sig vel með KR og ungmennaliðinu og því kom valið á honum í a-landsliðshópinn ekki öllum á óvart en hann átti samt ekki von á þessu. "Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Allir, sem eru í knattspyrnu af alvöru, stefna á landsliðið en ég bjóst ekki við að vera valinn núna í hópinn."

Nú hefur ýmislegt gengið á hjá KR að undanförnu og nýr þjálfari kominn til starfa. Hvernig er stemmningin í hópnum?

"Stemmning er ágæt. Við spiluðum fyrsta leikinn á sunnudaginn undir stjórn Haraldar og gekk ljómandi vel. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að kynnast leikmönnum og öðrum í kringum liðið. Við vorum mjög ósáttir við að Lúka var látinn fara því hann er góður þjálfari. En við fáum einnig góðan þjálfara í staðinn sem hefur náð frábærum árangri með yngri flokka félagsins. Ég var sjálfur þrjú ár undir hans stjórn og þekki hann því vel. Það er eflaust erfitt fyrir hann að taka við liðinu eins og málum var háttað. En ég veit að hann gerir allt sem hann getur til að þjappa hópnum saman. Við höfum trú á því sem við erum að gera og stefnum alltaf að sigri."

Nú er næsti leikur KR-inga við Keflavík, sem hefur unnið alla leikina í deildinni. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir ykkur að stöðva sigurgöngu Keflvíkinga?

"Já, það er engin spurning. Þetta er lykilleikur fyrir okkur, ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni verðum við að vinna Keflavík."

Hver er framtíðarsýn þín í boltanum?

"Draumurinn er að vinna við það sem mér þykir skemmtilegast að gera, að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Til að draumurinn geti orðið að veruleika verð ég að standa mig með félagsliðinu og landsliði og sjá síðan til hverju það skilar. Ekki munaði miklu að ég færi til Svíþjóðar í vetur og fái ég tilboð þaðan skoða ég það með opnum huga."

Gunnar Gunnarsson, pabbi þinn lék í Svíþjóð. Þið eruð ekki beint líkir á velli en á að feta í fótspor hans?

"Ég hef oft heyrt þetta, að hann hafi verið heldur linari en ég, en hann hefur hvatt mig áfram og reynt að segja mér til. Hann var í KR og því fór ég í KR og vissulega væri gaman að leika í Svíþjóð eins og hann. Eins kemur til greina að ljúka stúdentsprófi en ég á eitt ár eftir. Gerist það gæti hugurinn leitað í háskólanám og þá í fag sem ég gæti hugsað mér að starfa við í framtíðinni en ég hef ekki hugleitt það nánar. Nú er það fótboltinn. Þetta gerist allt svo fljótt og er ótrúlegt; að vera búinn að leika landsleik núna er eitthvað sem enginn bjóst við."

Morgunblaðið/Arnaldur BRYNJAR Gunnarsson á æfingu með KR-liðinu í gær. KR fær topplið Keflvíkinga í heimsókn í Frostaskjólið á morgun. Eftir

Steinþór

Guðbjartsson