Skoski veiðimaðurinn James Inglish, veiddi í gærmorgun 21 punds hæng í Laxá í Kjós og er það stærsti laxinn sem veiðst hefur það sem af er þessu sumri. Áður hafði veiðst einn 20 punda í Þverá í Borgarfirði.

21 punds

hængur úr

Laxá í Kjós

Skoski veiðimaðurinn James Inglish, veiddi í gærmorgun 21 punds hæng í Laxá í Kjós og er það stærsti laxinn sem veiðst hefur það sem af er þessu sumri. Áður hafði veiðst einn 20 punda í Þverá í Borgarfirði.

"Þetta var hrikalega fallegur fiskur og það var annar, ekki minni, við hliðina á honum í veiðistaðnum Klingeberg, en tók ekki," sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós, í samtali við blaðið í gærdag. Hann sagði Inglish hafa beitt maðki og hafi tekið fulla klukkustund að sigrast á laxinum.

"Það er meira af mjög vænum laxi í ánni en ég hef nokkru sinni séð og hef þó verið hér meira og minna síðan árið 1988. Það er kannski netauppkaupunum að þakka, en menn eru daglega að draga 14­16 punda fiska úr ánni og nú kom þessi bolti," bætti Ásgeir við.



Laxinn gaf sig/???