Dregið var í 16-liða úrslit Coca- Cola bikarkeppninnar í gær og fara leikirnir fram miðvikudaginn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Á miðvikudeginum leika FH og Skallagrímur, Grindavík og Breiðablik, Þróttur R. og Þór A., Leiftur og ÍA og Valsmenn taka á móti Fylki. Á fimmtudaginn mætast KA og ÍBV, Stjarnan og KR og Keflvíkingar fá Fram í heimsókn.

Leiftur gegn Akranesi



Dregið var í 16-liða úrslit Coca- Cola bikarkeppninnar í gær og fara leikirnir fram miðvikudaginn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Á miðvikudeginum leika FH og Skallagrímur, Grindavík og Breiðablik, Þróttur R. og Þór A., Leiftur og ÍA og Valsmenn taka á móti Fylki. Á fimmtudaginn mætast KA og ÍBV, Stjarnan og KR og Keflvíkingar fá Fram í heimsókn.

Þórður Lárusson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að hann hefði kosið auðveldari leik en að fá KR í heimsókn. "En ef við ætlum okkur alla leið þá skiptir ekki máli í hvaða röð þetta er. Stjarnan hefur aldrei unnið KR þó svo leikir liðanna undanfarin ár hafi verið jafnir og spennandi. Þetta er ágætur tími til að breyta til og vinna vesturbæinga. Einhverntíma verður allt fyrst," sagði Þórður.

"Ég er á heimavelli," sagði Ólafur Jóhannesson,þjálfari Skallagríms, þegar ljóst var að lið hans færi í Hafnarfjörð og léki við FH, en Ólafur þjálfaði og lék með FH um árabil. "Ég kann vel við mig í Firðinum og þetta verður örugglega skemmtilegur leikur, það breytir engu þó við séum deild ofar. Við þurfum að losa okkur við spennuna sem hefur verið í mannskapnum í fyrstu umferðum deildarinnar og þá held ég að við náum að sýna hvað við getum. Við höfum leikið verr í sumar en í fyrra."