NÝ stjórn hefur verið kjörin hjá Skýrr hf. í kjölfar kaupa Opinna kerfa hf. á 51% hlutafjár ríkis, Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fyrirtækinu. Á hluthafafundi í Skýrr 5. júní sl. voru kjörin í stjórnina Hallgrímur Snorrason, Margrét Guðmundsdóttir, Frosti Bergsson, Sindri Sindrason og Hreinn Jakobsson.

Ný stjórn kjörin

hjá Skýrr hf.

NÝ stjórn hefur verið kjörin hjá Skýrr hf. í kjölfar kaupa Opinna kerfa hf. á 51% hlutafjár ríkis, Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fyrirtækinu.

Á hluthafafundi í Skýrr 5. júní sl. voru kjörin í stjórnina Hallgrímur Snorrason, Margrét Guðmundsdóttir, Frosti Bergsson, Sindri Sindrason og Hreinn Jakobsson. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar í síðustu viku var Frosti kjörinn stjórnarformaður og Hreinn varaformaður stjórnar.

Frosti sagði í samtali við Morgunblaðið að fulltrúar Opinna kerfa hefðu verið að kynna sér innviði Skýrr að undanförnu og átt fundi með öllu starfsfólki. "Það hefur margt jákvætt komið í ljós í starfsemi Skýrr. Fyrirtækið er eitt fárra tölvufyrirtækja sem hlotið hefur ISO 9000 vottun. Þá er það að vinna að þróun á kerfum í hugbúnaðarkerfinu AGRESSO og er að setja upp kerfi fyrir Reykjavíkurborg og Rafmagnsveitu Reykjavíkur," sagði hann.