NOKKUR ölvun var á Akureyri um helgina og talsverður erill hjá lögreglu. Fjöldi ölvaðra var fluttur til síns heima, fimm gistu fangageymslur lögreglu og nokkra þurfti að flytja á sjúkrahús til að sleikja sár sín eftir bardaga næturinnar. Til átaka kom í teiti í bænum og varð húsráðandi vopnfár en brá fyrir sig borðfæti sem úr stóðu tvær skrúfur.
Barði gest með borðfæti

NOKKUR ölvun var á Akureyri um helgina og talsverður erill hjá lögreglu. Fjöldi ölvaðra var fluttur til síns heima, fimm gistu fangageymslur lögreglu og nokkra þurfti að flytja á sjúkrahús til að sleikja sár sín eftir bardaga næturinnar.

Til átaka kom í teiti í bænum og varð húsráðandi vopnfár en brá fyrir sig borðfæti sem úr stóðu tvær skrúfur. Lagði hann með vopni þessu að gesti sínum og kom lagið í andlitið svo hart að í stóðu skrúfurnar. Mátti gesturinn rífa fótinn með afli úr andlitinu.

Í framhaldinu börðu menn hver annan um stund með fætinum uns þeir urðu vígmóðir og leituðu lækninga á slysadeild FSA.