REYKJAVÍKURBORG hefur gert rammasamning við Evrópubankann (EIB) um allt að tveggja milljarða króna lán. Samkvæmt samningnum er bankinn tilbúinn til að lána borginni allt að tveimur milljörðum króna, þurfi hún á því að halda.

Borgin semur

við Evrópubankann

REYKJAVÍKURBORG hefur gert rammasamning við Evrópubankann (EIB) um allt að tveggja milljarða króna lán. Samkvæmt samningnum er bankinn tilbúinn til að lána borginni allt að tveimur milljörðum króna, þurfi hún á því að halda.

Samningurinn gildir til 16. desember 1998 og getur Reykjavíkurborg tekið féð að láni í áföngum eða í einu lagi á þeim tíma. Þegar hún þarf á fénu að halda er gerður samningur um mynt, vaxtakjör og lánstíma en rammasamningurinn er lagður til grundvallar að öðru leyti. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að um sé að ræða tímamótasamning að því leyti að Reykjavíkurborg sé fyrsta sveitarfélagið sem bankinn lánar án ábyrgðar ríkis eða annarra opinberra aðila. Lánið er veitt til fjármögnunar á holræsaframkvæmdum borgarinnar og hyggst borgin nota það til að greiða niður eldri og óhagstæðari lán.

Morgunblaðið/Ásdís CLAES de Neergaard, aðstoðarbankastjóri Evrópubankans, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirrituðu rammasamning um allt að tveggja milljarða króna lán í gær.