FJÖLMENNI var við opnun sýningar Flugleiða á sextíu ára sögu flugs félagsins og fyrirrennara þess í Perlunni sl. laugardag. Sigurður Helgason forstjóri kynnti þar áform félagsins um þotukaup til ársins 2006 og fjölgun áfangastaða. Á sýningunni eru flugvélar og líkön, hreyfill úr 757-200 þotu er við innganginn og fjöldi ljósmynda úr sögu félaganna prýðir veggina.

Flugsagan á sýningu í Perlunni

FJÖLMENNI var við opnun sýningar Flugleiða á sextíu ára sögu flugs félagsins og fyrirrennara þess í Perlunni sl. laugardag. Sigurður Helgason forstjóri kynnti þar áform félagsins um þotukaup til ársins 2006 og fjölgun áfangastaða.

Á sýningunni eru flugvélar og líkön, hreyfill úr 757-200 þotu er við innganginn og fjöldi ljósmynda úr sögu félaganna prýðir veggina. Flugfreyjur klæddar einkennisbúningum frá ýmsum tímum voru viðstaddar opnunina og tveir frumherjar, Bergur G. Gíslason fyrrverandi stjórnarmaður í Flugfélagi Íslands og Kristinn Olsen, einn stofnenda Loftleiða, en báðir áttu þeir síðan sæti í stjórn Flugleiða um árabil, afhjúpuðu mynd af hinu nýja leiðakerfi eftir að Sigurður Helgason forstjóri hafði kynnt það í ávarpi sínu.

Morgunblaðið/Halldór MEÐAL gripa á flugsögusýningunni í Perlunni er þotuhreyfill og fjölda margar ljósmyndir úr sögu félaganna, en við opnun sýningarinnar kynnti forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, áform um nýtt leiðakerfi og þotukaup.