FRAKKAR kváðust í gær vongóðir um að pólitískar tilraunir til að tryggja frið og lýðræði í Kongó skiluðu árangri. Þær báru þó engan árangur í gær en verður haldið áfram. Í yfirlýsingu, sem franska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær, var stuðningi lýst við friðarumleitanir Omars Bongo forseta Gabons og Mohameds Sahnouns, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Vonir um

frið í Kongó

París, Brazzaville. Reuter.

FRAKKAR kváðust í gær vongóðir um að pólitískar tilraunir til að tryggja frið og lýðræði í Kongó skiluðu árangri. Þær báru þó engan árangur í gær en verður haldið áfram.

Í yfirlýsingu, sem franska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær, var stuðningi lýst við friðarumleitanir Omars Bongo forseta Gabons og Mohameds Sahnouns, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þar buðu Frakkar aðstoð við að tryggja framgang forsetakosninga, sem ráðgerðar eru 27. júlí.

Pascal Lissouba, forseti Kongós, hafði óskað eftir því að um 1.200 franskir hermenn yrðu áfram í landinu til að skilja að stríðandi fylkingar. Hafnaði franska stjórnin því og hóf heimkvaðningu sveitanna frá Brazzaville í gær.