LEIKARINN Danny Nucci flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna frá Ítalíu þegar hann var sjö ára. Hann þurfti að rifja upp ítölskuna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni "Titanic". Í henni leikur hann ítalskan innflytjenda sem eyðir tímanum í pókerspil. Honum fannst það samt lítið mál samanborið við að þurfa að grennast um tíu kíló fyrir leik sinn í myndinni "Alive.

Mikið á sig lagt

LEIKARINN Danny Nucci flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna frá Ítalíu þegar hann var sjö ára. Hann þurfti að rifja upp ítölskuna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni "Titanic". Í henni leikur hann ítalskan innflytjenda sem eyðir tímanum í pókerspil. Honum fannst það samt lítið mál samanborið við að þurfa að grennast um tíu kíló fyrir leik sinn í myndinni "Alive." "Það voru nær eingöngu karlmenn sem léku í myndinni þannig að fólk heldur kannski að samræðurnar hafi aðallega snúist um konur," segir Danny um sig og félaga sína sem allir fóru í megrun fyrir myndina, "raunin varð sú að samræðurnar snerust aðallega um mat".

"ÞAÐ er mikilvægt að halda sér í formi," segir Danny Nucci.