HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu í verði um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands eftir að tilkynnt var um kaup á nýjum millilandavélum og um nýjar áætlunarleiðir. Þegar verðið var sem hæst í gær nam hækkunin rúmum 23% miðað við lokaverð á föstudag. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 1,45% í gær. Flugleiðabréf lækkuðu síðdegis
Þingvísitalan hækkar um 1,45%

Flugleiðabréf-

in taka flugið

HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu í verði um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands eftir að tilkynnt var um kaup á nýjum millilandavélum og um nýjar áætlunarleiðir. Þegar verðið var sem hæst í gær nam hækkunin rúmum 23% miðað við lokaverð á föstudag. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 1,45% í gær.

Flugleiðabréf lækkuðu síðdegis

Gengi Flugleiðabréfa var 4,30 við lokun markaða á föstudag. 21 viðskipti urðu með bréf í fyrirtækinu í gær fyrir samtals 27,3 milljónir króna að markaðsvirði. Gengi fyrstu viðskipta rétt eftir opnun markaða í gærmorgun var 5,30. Eftir því sem leið á daginn lækkaði það nokkuð og síðustu viðskipti urðu á genginu 4,90. Hagstæðasta kauptilboð var á genginu 4,80 en hagstæðasta sölutilboð á 4,95 við lokun í gær.

Mest viðskipti með bankavíxla

Viðskipti á Verðbréfaþingi námu tæpum 225 milljónum króna í gær, mest með bankavíxla eða fyrir tæpar 120 milljónir króna, en hlutabréfaviðskipti námu alls rúmum 46 milljónum króna. Að Flugleiðabréfum frátöldum urðu mest viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélaginu eða fyrir tæpar fjórar milljónir að markaðsvirði. Gengi bréfanna hækkaði um 0,74%, í 8,20. Hlutabréf í Vinnslustöðinni hækkuðu um 3,7%, í Marel um 2,13%, í Samvinnusjóði Íslands um 1,85% og um 1,19% í Hampiðjunni. Að öðru leyti urðu litlar breytingar á gengi hlutabréfa.