METÞÁTTTAKA var í áttunda Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á yfir 90 stöðum á landinu á sunnudaginn. Mesta aukningin var á höfuðborgarsvæðinu en þar bættust við 1600 konur frá því í fyrra.Í Mosfellsbæ var hlaupið í fyrsta skipti og hlupu þar 700 konur. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hlaupsins er þátttakan á nokkrum stöðum á landsbyggðinni orðin 100%.
Kvennahlaup ÍSÍ

Ótrúlega góð þátttaka

METÞÁTTTAKA var í áttunda Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á yfir 90 stöðum á landinu á sunnudaginn. Mesta aukningin var á höfuðborgarsvæðinu en þar bættust við 1600 konur frá því í fyrra.Í Mosfellsbæ var hlaupið í fyrsta skipti og hlupu þar 700 konur.

Að sögn Helgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hlaupsins er þátttakan á nokkrum stöðum á landsbyggðinni orðin 100%. Þáttakan í íslenska kvennahlaupinu er einnig einsdæmi samanborið við önnur lönd, hvergi jafn góð. Íslenskar konur erlendis tóku líka þátt í hlaupinu og tóku gjarnan erlendar stallsystur sínar með. Hlaupið var m.a í Portúgal, í Namibíu, á þremur stöðum í Bandaríkjunum og á öllum Norðurlöndunum.



Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞESSAR spræku konur fengu blómvönd fyrir að taka þátt í hlaupinu sökum aldurs síns. Frá hægri er Svanlaug Einarsdóttir 88 ára, svo kemur Helga Bjarnadóttir 87 ára og loks Gunnþórunn Egilsdóttir 86 ára en hún hefur verið með í hlaupinu frá upphafi.

BYRJAÐ var á því að hita upp með teygjuæfingum áður en hlaupið var af stað. Myndin er frá hlaupinu í Garðabæ.