BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell var flutt á sjúkrahús á Kanaríeyjum á sunnudaginn, eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum, að sögn starfsmanns sjúkrahússins. Eftir að hafa legið á gjörgæslu og síðan almennri deild var hún útskrifuð um kvöldið og hélt þá rakleiðis til Parísar í einkavél sinni.

Campbell

útskrifuð

BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell var flutt á sjúkrahús á Kanaríeyjum á sunnudaginn, eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum, að sögn starfsmanns sjúkrahússins. Eftir að hafa legið á gjörgæslu og síðan almennri deild var hún útskrifuð um kvöldið og hélt þá rakleiðis til Parísar í einkavél sinni.

Lögmaður Campbell, Jonathan Goldstein, vísaði á bug að hún hefði tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum, aðeins hefði verið um að ræða ofnæmisviðbrögð við sýklalyfjum. "Ungfrú Campbell er við hestaheilsu, hefur náð sér fullkomlega og yfirgefur spítalann seinna í dag," sagði hann á sunnudaginn. "Hún vill að það komi fram að sú saga að hún hafi tekið inn of stóran skammt lyfja á sér enga stoð," sagði hann í yfirlýsingu til Press Association fréttastofunnar.

Fjölmiðlar á Kanaríeyjum sögðu Naomi hafa komið til eyjanna á föstudag með sömu flugvél og kærastinn, flamenco­dansarinn Joaquin Cortes. Um kl. 2 á sunnudagsmorguninn var hún flutt hálf meðvitundarlaus á Nuestra Senora del Pino sjúkrahúsið í Las Palmas. Að sögn fyrrgreindra fjölmiðla hafði hún fyrr um kvöldið rifist við Cortes, sem er staddur á Kanaríeyjum með danssýningu sína.

Naomi og Joaquin gistu ekki í sama herbergi á lúxushóteli sínu, en gestir kvörtuðu undan háværu rifrildi þeirra. Starfsfólk hótelsins sagði að Campbell hefði virst mjög taugaóstyrk þegar því lauk og greinilega tekið inn einhvers konar lyf. Þessi saga hefur ekki verið staðfest.

Joaquin heimsótti fyrirsætuna eftir hádegi á sunnudag og dvaldi hjá henni í nokkra tíma. Eftir það hóf hann undirbúning fyrir sýningu sem hann hélt í leikhúsi á staðnum um kvöldið.

Eftir að hafa verið útskrifuð yfirgaf fyrirsætan spítalann út um eldhússútganginn og steig upp í Mercedes­Benz­bifreið sem flutti hana á flugvöllinn. Að sögn ljósmyndara brosti hún og spjallaði við félaga sína.

Slúðurblöð hafa nýverið sagt að Cortes, sem nýtur gífurlegrar hylli sem dansari, hafi slitið sambandi sínu við Campbell. Nýlega náðust myndir af honum með annarri konu á Marbella­sólarströndinni. Campbell og Cortes höfðu verið saman í nokkra mánuði.

Reuter NAOMI mætir á flugvöllinn eftir að hafa yfirgefið sjúkrahúsið.

JOAQUIN Cortes hefur heillað konur í flestum heimshlutum með eggjandi dansi sínum.