TENGSL og samband Evrópuríkjanna verður æ fjölbreytilegra og það eykur vægi Íslands, móts við það ef öll áherslan hefði áfram eingöngu verið á efnahagsmálin, eins og stefndi í fyrir nokkrum árum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, er hann ræddi við Morgunblaðið í Kalmar.

Tengsl Evrópu fjölbreytt-

ari - vægi Íslands eykst TENGSL og samband Evrópuríkjanna verður æ fjölbreytilegra og það eykur vægi Íslands, móts við það ef öll áherslan hefði áfram eingöngu verið á efnahagsmálin, eins og stefndi í fyrir nokkrum árum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, er hann ræddi við Morgunblaðið í Kalmar.

Ólafur Ragnar segist með hátíðahöldunum skynja að þau spretti ekki aðeins upp af sögulegri þörf, heldur einnig af þörf nútímans til að Norðurlöndin spinni sögu sína áfram inn í framtíðina. Þótt margir hafi haldið að þróun Evrópu sundraði Norðurlöndunum, þá sé þar fyrir hendi rík þörf á að styrkja samvinnu landanna og nýta sameiginleg tengsl og skilning í umróti breytinga. Það er fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga að norræn samvinna taki á sig þessa mynd. Það er smátt og smátt að koma í ljós að tveir straumar tengja Norðurlöndin saman. Annars vegar er það samspil efnahags- og öryggismála, hins vegar að ríki sem nú hafa það nógu gott til að byggja upp velferðarkerfi, horfa til Norðurlandanna sem fyrirmyndar.

Deiglan í Evrópu er ekki aðeins efnahagsleg, heldur líka tengsl öryggis þeirra 40 ríkja, sem hana byggja. Aðild Norðurlandanna fimm að þessum straumum er ólík, þar sem þrjú eru í Evrópusambandinu, ESB, og tvö utan og þrjú í Atlantshafsbandalaginu, NATO, og tvö utan og því þurfa þau á hvert öðru að halda. Hin nýju tengsl við Eystrasaltsríkin hafa svo skuldbundið Norðurlöndin siðferðislega að hjálpa ríkjunum inn í nýja skipun. Staða Eystrasaltsríkjanna er því prófsteinn á stöðu Norðurlanda á nýrri öld. Allir þessir þættir gera það að verkum að Norðurlöndin eiga beinna hagsmuna að gæta við að tengja Norðurlöndin í áframhaldandi þróun álfunnar. Þar með fær jarðvegur norrænnar samvinnu nýtt gildi og hún verður ekki aðeins minnisvegur um liðna tíð. Sýningar og hátíðir geta þjappað löndunum saman, en grunnþátturinn er að þau hafa hagsmuni af að standa saman í gerjun nútímans. Þessi þróun er ánægjuleg fyrir Íslendinga, því við verðum ekki einangruð og tengsl okkar við atburðarrásina verða þá meiri en virtist fyrir nokkrum árum." Hvað áttu við með því? Fyrir nokkrum árum var talað um að megin vettvangur Evrópusamvinnunnar yrði efnahagssamvinna. En nú er ljóst að hún er miklu margslungnari, eins og stækkun NATO sýnir og hin margvíslegu samvinnuform tengd NATO til dæmis Friðarsamstarfið. Mörg ný, lítil og meðalstór lýðræðisríki þurfa á litlum ríkjum að halda í umræðunni. Mannréttindi eru áfram mikilvæg. Þar gegnir Evrópuráðið með sínum fjörtíu meðlimum mikilvægu hlutverki og þar er ferill okkar mikilvægur. Erfiðleikar ESB gera þróunina margslungnari og um leið hefur Ísland meiri möguleika á að láta rödd sína heyrast. Eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í ESB þá hefur iðulega komið til kurteislegrar samkeppni um hver sé norræni fulltrúinn í ESB og þá hafa Noregur og Ísland aukið vægi. Það kann að virðast þversagnakennt að þau sem séu fyrir utan hafi þá meira vægi, en þannig er það nú samt. Og hátíð eins og Kalmarhátíðin er ekki aðeins skemmtilegheit, heldur styrkir þræðina milli landanna." Þú nefndir samkeppni milli landanna og hún kemur meðal annars fram í afstöðunni til Eystrasaltslandanna. En nú stefnir í að þau verði ekki tekin með í stækkun NATO. Hvaða augum lítur þú það? Formleg ákvörðun liggur ekki enn fyrir, þó Bandaríkin hafi lýst afstöðu sinni. En í þessari deiglu er ljóst að Norðurlöndin halda áfram að árétta mikilvægi Eystrasaltsríkjanna og það veit ég að er mikils metið þar. Kapphlaup Norðurlandanna skiptir ekki máli, heldur að þau hafa stutt löndin. Hvort þau hafa farið ólíkt að er aukaatriði, sem hverfur þegar kemur að stærri ákvörðunum. Þetta þekki ég, því ég var í ríkisstjórn, er ákveðið var að styðja Eystrasaltsríkin, þegar það var ekki sjálfgefið að það yrði gert." Ætti Ísland þá að gera meira til að styðja við Eystrasaltsríkin? Það er ekki spurning um það. Afstaðan er ljós og einnig afstaða hinna. Aðalatriðið er að Íslendingar séu áfram málsvarar smærri ríkja í Evrópu í þeirri deiglu, sem þar er nú." Pressens Bild ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, óku um götur Kalmar í opnum vagni eins og hinir norrænu þjóðhöfðingjarnir.