HELGA Rut Guðmundsdóttir MA í tónmenntunarfræðum flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 19. júní kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Tónskynjun barna. Fyrirlesturinn byggist á rannsóknarverkefni Helgu Rutar sem unnið var til meistaraprófs við McGill-háskólann í Montreal.

Tónskynjun barna

HELGA Rut Guðmundsdóttir MA í tónmenntunarfræðum flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 19. júní kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Tónskynjun barna.

Fyrirlesturinn byggist á rannsóknarverkefni Helgu Rutar sem unnið var til meistaraprófs við McGill-háskólann í Montreal. Í rannsókninni var athuguð geta 6, 8 og 10 ára barna til að heyra tvær laglínur leiknar samtímis. Notaður var sérstakur tölvubúnaður er skráði jafnóðum svör barnanna. Í rannsókninni voru einnig könnuð áhrif ólíkra hljóðgjafa sem og áhrif mismunandi tónhæðar á skynjun barnanna.

Helga Rut Guðmundsdóttir útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Kennaraháskóla Íslands 1992, lauk 8. stigi í píanóleik frá McGill Conservatory 1994, og MA-prófi í tónmenntunarfræðum úr tónlistardeild McGill-háskóla 1996 þar sem hún stundar nú doktorsnám. Helga Rut hefur undanfarið sérhæft sig í rannsóknum á tónlistarþroska barna og einnig lagt áherslu á kórstjórn.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-301 í Kennaraháskóla Íslands og er öllum opinn.