JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,5 stig á Richter-kvarða varð í austurhluta Írans um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum. Jarðskjálfti er mældist 7,1 stig á Richter varð rúmlega 1500 manns að bana og olli ómældu eignatjóni á þessu sama svæði í síðasta mánuði.

Jarðskjálfti

í Íran

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,5 stig á Richter-kvarða varð í austurhluta Írans um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum. Jarðskjálfti er mældist 7,1 stig á Richter varð rúmlega 1500 manns að bana og olli ómældu eignatjóni á þessu sama svæði í síðasta mánuði.

Stytta af Gandhi á Suðurskautinu?

INDVERJAR greindu frá því í gær að þeir væru að athuga fjölda tillagna að því hvernig minnast eigi hálfrar aldar afmælis sjálfstæðis undan nýlendustjórn. Meðal þess sem stungið hefur verið upp á er að reist verði stytta af Mahatma Gandhi, andlegum frelsisleiðtoga Indverja, á Suðurskautslandinu.

Umdeilt

frumvarp

ÞINGMAÐUR breska verkamannaflokksins lagði í gær fram frumvarp til laga um bann við refaveiðum. Það var eitt af loforðum Verkamannaflokksins í síðustu kosningum að þingmönnum yrði ekki gert að fylgja flokkslínunni heldur yrði frjálst að greiða atkvæði eins og samviskan byði þeim, um hvort veiðar með hundum skuli bannaðar. Búist er við að frumvarpið mæti mikilli andstöðu í lávarðadeildinni.