SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum milli Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og vinnuveitenda og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Félagið hefur boðað verkfall 21. júní nk. og nær það til á annað hundrað bifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Viðræðuslit hjá Sleipni

SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum milli Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og vinnuveitenda og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Félagið hefur boðað verkfall 21. júní nk. og nær það til á annað hundrað bifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Deiluaðilar komu saman til stutts fundar hjá ríkissáttasemjara í gær. Samninganefnd Sleipnis lagði fram tilboð til lausnar deilunni sem fól í sér tilslökun frá upphaflegum kröfum félagsins. Samninganefnd vinnuveitenda taldi þessar hugmyndir óviðunandi og hafnaði þeim. Fundi var þá slitið og er óljóst hver næstu skref í deilunni verða.

Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að Sleipnismenn væru að fara fram á næstum 100% hækkun á grunnkaupstöxtum og það væri útilokað að verða við því.

Kennarar sömdu

Samningar tókust um helgina milli samninganefndar ríkisins og kennara við Tækniskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands.