Íslenska bridslandsliðið byrjaði vel á Evrópumótinu í sveitakeppni sem nú stendur yfir í heilsulindarbænum Montecatini á Ítalíu. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgist með mótinu.
Evrópumótið í brids hafið á Ítalíu Góð byrjun hjá íslenska liðinu Íslenska bridslandsliðið byrjaði vel á Evrópumótinu í sveitakeppni sem nú stendur yfir í heilsulindarbænum Montecatini á Ítalíu. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgist með mótinu. ÍSLENSKA liðið í opna flokknum vann fyrstu þrjá leikina á Evrópumótinu í brids sem hófst á sunnudag. Eftir fyrsta daginn var Ísland í 2.­3. sæti ásamt Noregi með 43 stig en Svíar voru efstir með 45 stig. Og eftir tvo fyrstu leiki gærdagsins voru Íslendingar í 2.­3. sæti með 76 stig samt Spánverjum en efstir voru Danir með 81 stig. Íslendingar unnu Þjóðverja í fyrsta leik mótsins, 18­12. Þjóðverjar sendu ungt lið til keppninnar en þeir spiluðu vel ogþví gátu Íslendingarnir verið ánægðir með sigurinn. Þjóðverjarnir lentu þó í ógöngum í þessu spili: Austur gefur, enginn á hættu K104 ÁKG972 ÁD8 4 ­ D104 K104 DG87653 ÁG632 863 G953 K D9875 5 762 Á1092 Við annað borðið sátu Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson AV og Andreas Holowski og Tomasz Gotard NS: AJ AH MF TG pass pass 2 grönd dobl pass pass 3 lauf 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 4 spaðar/ 2 granda opnun Aðalsteins sýndi veika hindrun í einhverjum lit en Þjóðverjarnir enduðu í eðlilegum samningi sem virðist eiga að vinnast þrátt fyrir slæma tromplegu. Aðalsteinn spilaði út tígli og sagnhafi svínaði drottningunni, spilaði laufi á ás og trompaði lauf í borði með fjarka. Matthías yfirtrompaði og spilaði tígli sem sagnhafi tók með ás. Hann tók nú ás og kóng í hjarta og henti tígli heima og þegar Aðalsteinn sýndi hjartatíuna spilaði suður hjartagosanum og henti tígli heima, sem er heldur óvönduð spilamennska. Aðalsteinn drap með drottningu og spilaði laufi og tryggði Matthíasi tvo spaðaslagi í viðbót svo spilið fór einn niður. Við hitt borðið sátu Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson AV og Christian Farwig og Ralf Retzlaff NS: RR JB CF SÞ pass 2 spaðar 3 lauf 4 lauf dobl 4 spaðar pass pass dobl pass 5 lauf dobl// Opnun Sævars sýndi 5-lit í spa-a og 4-lit í láglit en fáa puntka. Hann hefði sjálfsagt unnið 4 spaða doblaða en vestur hélt að austur væri að sýna laufastuðning með því að dobla 4 lauf. Hann tók því út í 5 lauf og fékk grimmilega refsingu. Jón tók ás og kóng í hjarta meðan Sævar henti tígli og þriðja hjartað trompaði Sævar. Hann spilaði tígli til baka og Jón tók ÁD og gaf Sævari tígulstungu og laufásinn fylgdi á eftir. 5 niður og 1.100 til Íslands og 15 impar. Góður sigur Rússar hafa góðum spilurum á að skipa og rússneska liðið komst í úrslit á síðasta ólympíumóti. En þeir máttu sín lítils gegn Íslendingunum í þetta skipti sem tókst að vinna 25­5 í frekar daufum spilum. Spilararnir frá Liechtenstein búa ekki yfir sérlega mikilli tækni, en þeir voru heppnir með spilaleguna og sögðu tvívegis hæpnar slemmur sem unnust, en Íslendingarnir gáfu frá sér eftir nákvæmari sagnir; og því var sigurinn ekki stærri. Portúgalir voru í 4. sæti en íslendingar í 2. sæti þegar þessar þjóðir mættust í 4. umferð mótsins. Bæði lið misstu af tækifærum í fyrri hálfleik sem var jafn. En í síðari hálfleik var slemmuheppnin með Portúgölum, eins og Liechtenstein í leiknum á undan: Á643 ÁK1072 42 KG G1052 G94 1073 D85 K87 D53 D865 943 D9 86 ÁKG9 Á10762 Portúgalarnir komust í 6 grönd í suður og eins og sést þarf sagnhafi að fá fimm slagi á lauf og svína síðan annaðhvort tígli eða spila spaða á drottninguna. Þorlákur Jónsson spilaði raunar út spaða og Guðmundur Páll Arnarson fékk á kónginn í fyrsta slag, en síðan svínaði Portúgalinn laufi gegnum vestur og vann sitt spil. Erfitt ferðalag Það keppa 35 þjóðir í opna flokknum og hafa aldrei verið fleiri. Raunar gekk ekki alveg þrautalaust að koma mátinu af stað. Búið var að raða upp mótstöflu með 34 þjóðum þar sem talið var að Tékkar hefðu hætt við þátttöku. Það reyndist hins vegar vera misskilningur sem ekki var leiðréttur fyrr en daginn áður en mótið hófst, og þá varð að raða umferðunum upp aftur. Og fyrstu dagana vissu liðin ekki hverjum þau áttu að mæta fyrr en rétt fyrir leikina. Sum liðin hafa lagt mikið á sig til að koma til Montecatini. Austur- Evrópuríkin hafa mörg hver ekki efni að senda liðin flugleiðis og því aka þau langa leið, jafnvel frá Moskvu. Og sum lenda þá í vandræðum með vegabréfsáritanir: lengi vel var óvíst hvort Rúmenar kæmust til leiks því þeir þurftu að aka gegnum nokkur lönd á leiðinni og höfðu ekki tryggt sér áritun í þeim öllum.