SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi hefur fengið til liðs við sig færeyskan leikmann sem heitir Alan Johansen og hefur leikið með Klaksvík. Hann er miðvallarleikmaður og hefur spilað nokkra heimaleiki með landsliði Færeyja.
Tveir til Skallagríms SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi hefur fengið til liðs við sig færeyskan leikmann sem heitir Alan Johansen og hefur leikið með Klaksvík. Hann er miðvallarleikmaður og hefur spilað nokkra heimaleiki með landsliði Færeyja. Johansen, sem er mjög flughræddur og hefur því ekki gefið kost á sér í útileiki með landsliðinu, kemur til landsins á fimmtudag með skipinu Norrænu og leikur fyrsta leik sinn með Skallagrími á móti Fram í 7. umferð næsta sunnudag.

Samkvæmt heimildum blaðsins er Júgóslavinn Vladan Tomic, miðvallarleikmaður ÍA, á leið til Skallagríms vegna þess að Skagamenn hafa ekki not fyrir hann í liði sínu. Skallagrímur og ÍA mætast annað kvöld, en eftir þann leik fá Borgnesingar að nota Tomic.