Morgunblaðið/Árni Sæberg VERIÐ er að smíða nýja brú á Vesturlandsveg yfir Sæbraut. Áætluð verklok eru 1. nóvember nk. en umferð verður hleypt á nýju brúna 1. október. Þar með verða þrjár akreinar í hvora átt. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, gengur framkvæmdin samkvæmt áætlun en á vegaáætlun er gert ráð fyrir 290 milljónum til verksins á þessu ári.
Brú smíðuð yfir Sæbraut

Morgunblaðið/Árni Sæberg VERIÐ er að smíða nýja brú á Vesturlandsveg yfir Sæbraut. Áætluð verklok eru 1. nóvember nk. en umferð verður hleypt á nýju brúna 1. október. Þar með verða þrjár akreinar í hvora átt. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, gengur framkvæmdin samkvæmt áætlun en á vegaáætlun er gert ráð fyrir 290 milljónum til verksins á þessu ári. Settur hefur verið upp viðvörunarbúnaður fyrir háa bíla á Sæbraut beggja vegna brúarinnar. Bílar með hærri farm en 4 metra munu ekki komast um Sæbraut á þessum stað á tímabilinu 14. júní til 1. ágúst.