Stjörnustúlkur nældu sér í þrjú dýrmæt stig í Vestmannaeyjum í gærkvöldi er þær unnu ÍBV 2:1 í efstu deild kvenna, Stofndeildinni. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. Auður Skúladóttir kom Stjörnunni yfir strax á upphafsmínútum leiksins er hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Fanný Yngvadóttir jafnaði tíu mínútum síðar fyrir ÍBV.

Stjörnubjart í Eyjum Stjörnustúlkur nældu sér í þrjú dýrmæt stig í Vestmannaeyj um í gærkvöldi er þær unnu ÍBV 2:1 í efstu deild kvenna, Stofndeildinni. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. Auður Skúladóttir kom Stjörnunni yfir strax á upphafsmínútum leiksins er hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Fanný Yngvadóttir jafnaði tíu mínútum síðar fyrir ÍBV. Guðný Guðnadóttir kom Stjörnunni aftur yfir um miðjan hálfleikinn og þar við sat. Sigríður Þorláksdóttir úr Stjörnunni var rekin út af snemma í síðari hálfleik og eftir það sóttu Eyjastúlkur stanslaust en inn vildi boltinn ekki.

Sigfús

Gunnar

Guðmundsson

skrifar