HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands. Ljóst þykir að hækkunina megi rekja til ákvörðunar stjórnar Flugleiða að kaupa fjórar nýjar flugvélar til millilandaflugs og gera samning um kauprétt á átta öðrum.
Hlutabréf í

Flugleiðum

Bréfin

hækkuðu

um 14%

HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands. Ljóst þykir að hækkunina megi rekja til ákvörðunar stjórnar Flugleiða að kaupa fjórar nýjar flugvélar til millilandaflugs og gera samning um kauprétt á átta öðrum.

Á föstudaginn voru Flugleiðabréfin skráð á genginu 4,3 en við lokun í gær var gengið komið í 4,9. Við opnun markaðarins í gær seldust fyrstu bréfin á genginu 5,3, en samtals seldust bréf fyrir 27,3 milljónir króna að markaðsvirði. Heildarverðmæti hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um meira en einn milljarð í gær.

Þingvísitala hlutabréfa hækkaði í gær um 1,45%.

Flugleiðabréfin/18