UM 600 þúsund krónum í peningum og öðru eins í greiðslukortanótum var stolið úr verslun Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í Skaftafelli og söluskálanum við Jökulsárlón í fyrrinótt. Einnig var farið í peningakassa veitingasölunnar í Skaftafelli, sem er í sama húsi og verslunin.
Innbrot í Skaftafelli

UM 600 þúsund krónum í peningum og öðru eins í greiðslukortanótum var stolið úr verslun Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í Skaftafelli og söluskálanum við Jökulsárlón í fyrrinótt. Einnig var farið í peningakassa veitingasölunnar í Skaftafelli, sem er í sama húsi og verslunin.

Að sögn lögreglu á Höfn í Hornafirði var greinilega um þaulvana þjófa að ræða. Til að komast inn sprengdu þeir upp opnanleg fög en annars var ekkert skemmt og snyrtilega gengið um. Þeir notuðu hjólabretti til að flytja peningaskáp verslunarinnar í Skaftafelli út í bíl, en skápurinn er á fjórða hundrað kíló að þyngd. Enn sem komið er hefur lögreglan engar vísbendingar um þjófana.