ÞAÐ má ekki vera satt heitir ný barnabók sem komin er út. Höfundurinn er Guðrún Alda Harðardóttir og er þetta endurbætt útgáfa á sögu hennar Þegar pabbi dó, sem kom út fyrir 14 árum og hefur lengi verið ófáanleg. Steinarr er sex ára þegar pabbi hans deyr. Í Sögunni er lýst viðbrögðum drengsins, fyrstu dögunum á eftir og jarðarförinni.
Nýjar bækur ÞAÐ má ekki vera satt heitir ný barnabók sem komin er út. Höfundurinn er Guðrún Alda Harðardóttir og er þetta endurbætt útgáfa á sögu hennar Þegar pabbi dó, sem kom út fyrir 14 árum og hefur lengi verið ófáanleg.

Steinarr er sex ára þegar pabbi hans deyr. Í Sögunni er lýst viðbrögðum drengsins, fyrstu dögunum á eftir og jarðarförinni. Margar spurningar vakna, sumum er erfitt að svara, en málin eru rædd og loks birtir á ný.

Í kynningu segir að Guðrún Alda Harðardóttir hafi unnið mikið með börnum sem orðið hafa fyrir áföllum, einnig að hún hafi haldið námskeið um sorg og sorgarviðbrögð fyrir starfsfólk leikskóla. Í inngangi bókarinnar eru leiðbeiningar og hollráð til lesenda og aðstandenda.

Bókin er 32 síður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti. Útgefandi er Mál og menning. Hún kostar 1.180 krónur.

Guðrún Alda

Harðardóttir