Framleiðandi: Roger Birnbaum. Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Holden Jones. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: John Frizell. Aðalhlutverk: Halle Berry, Peter Greene, Clive Owen og Christopher McDonald. 91 mín. Bandaríkin. Hollywood Pictures/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.
Gengur ekki upp Eiginkona efnamanns (The Rich Man´s Wife) Spennumynd

Framleiðandi: Roger Birnbaum. Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Holden Jones. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: John Frizell. Aðalhlutverk: Halle Berry, Peter Greene, Clive Owen og Christopher McDonald. 91 mín. Bandaríkin. Hollywood Pictures/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.

JOSIE er frekar óhamingjusöm í hjónabandi sínu þótt hún elski manninn sinn. Hún viðurkennir fyrir ókunnugum manni að stundum óski hún þess að eiginmaðurinn sé dáinn. Skömmu seinna er maðurinn drepinn og hún er ákærð fyrir morðið.

Hér er komin enn ein formúlumyndin sem skýtur framhjá. Josie segir söguna og í því á frumleiki handritsins að vera falinn, þótt ekki megi ljóstra því upp fyrir væntanlega áhorfendur. Í frásögn hennar koma fyrir atriði sem hún ætti ekki að geta vitað um, sem gerir það að verkum að endirinn gengur ekki upp. Að segja söguna réttilega út frá hennar sjónarhorni hefði gert myndina miklu persónulegri og þar með áhugaverðari. Flestir áhorfendur eru orðnir vanir lélegri persónusköpun, en vont er þegar þeir geta ekki verið á bandi aðalsöguhetjunnar og fórnalambsins, þar sem hún framkvæmir hvert asnaprikið á eftir öðru. Seint verður sagt um þessa bráðfallegu konu hana Halle Berry að hún sé góð leikkona.

Flestir aðrir leikarar koma sínu frá sér á skammlausan hátt, en "kreatísk" flatneskja sem einkennir persónusköpun myndarinnar gerir það að verkum að þeir fá lítið að vinna úr. Flatneskja á öllum sviðum myndarinnar skilur áhorfendur eftir heldur svekkta yfir þunnum þrettánda.

Hildur Loftsdóttir.