BRAUTSKRÁNING Iðnskólans í Reykjavík fór fram í Hallgrímkirkju þann 30. maí sl. 259 nemendur luku burtfararprófi á skólaárinu, 110 á haustönn og 149 nú á vorönn. 70% þeirra er þreyttu próf á vorönn stóðust próf, 20% hurfu frá námi og 10% féllu. Meðaleinkunn brautskráðra var 6,75 sem er nokkur hækkun frá fyrri árum. Á haustönn voru 1589 nemendur skráðir í dagskóla og 339 í kvöldskóla.
Skólaslit Iðnskólans í Reykjavík

30% nemenda skólans eru konur

BRAUTSKRÁNING Iðnskólans í Reykjavík fór fram í Hallgrímkirkju þann 30. maí sl. 259 nemendur luku burtfararprófi á skólaárinu, 110 á haustönn og 149 nú á vorönn. 70% þeirra er þreyttu próf á vorönn stóðust próf, 20% hurfu frá námi og 10% féllu. Meðaleinkunn brautskráðra var 6,75 sem er nokkur hækkun frá fyrri árum. Á haustönn voru 1589 nemendur skráðir í dagskóla og 339 í kvöldskóla. Á vorönn voru 1408 nemendur í dagskóla og 285 í kvöldskóla. 30% nemenda voru konur.

Hæstu einkunn á burtfararprófi hlutu Þorgeir Terjeson, húsasmíði, með meðaleinkunnina 9,32 og Jóhannes Rögnvaldsson, rafeindavirkjun, með 9,02.

Skólameistari, Ingvar Ásmundsson, gerði að umtalsefni stöðu starfsmenntunar og Iðnskólans sem verkmenntaskóla. Benti hann á að fjórðungur nemenda í framhaldsskólum hér á landi legðu stund á starfsmenntun á meðan væru í bóknámi. Hann taldi að þessi hlutföll þyrftu að vera þveröfug. Til þess að svo yrði þyrftu aðrar áherslur af hálfu stjórnvalda að koma til. Hann sagði að frá því að skólinn var gerður að verkmenntaskóla hefði kennslu- og rekstrarkostnaður á nemanda lækkað um meira en 40% með ýmis konar hagræðingu og sparnaði. Þrátt fyrir þennan árangur hefðu stjórnvöld séð ástæðu til að skera niður fjárveitingu skólans meira en til flestra annarra framhaldsskóla. Hann vonaði þó að ákvæði um verkefnabundnar fjárveitingar samkvæmt nýjum framhaldskólalögum og yfirlýst stefna stjórnvalda um að efla starfsmenntun myndi bæta hag skólans á næsta ári.

Hann talaði um lág laun kennara og sagði m.a.:"Verði láglaunastefnu beitt enn um hríð gagnvart þeim sem eiga að sjá um menntun þjóðarinnar, kennurum sem öðrum, hlýtur það að enda með því að undirmálsfólk veljist í þessi störf og þjóðin detti aftur af merinni hvað varðar menntun, afkomu og lífshamingju." ÚTSKRIFTARHÓPUR Iðnskólans í Reykjavík.

INGI Bogi Bogason, frá Samtökum Iðnaðarins, veitti nemendum verðlaun fyrir hæstu einkunnir í byggingagreinum, rafiðnagreinum, þjónustugreinum, á stúdentsprófi og á meistaraprófi. Þorgeir Terjeson tekur á móti verðlaunum fyrir hæstu einkunn í byggingagreinum.