BREZKA blaðaútgáfan Daily Mail & General Trust PLC jók hagnað sinn um 27% á fyrri helmingi fjárhagsárs síns vegna mikillar sölu landsmálablaða sinna. Fyrirtækið gefur út landsmálablöðin Daily Mail og Mail on Sunday. Hagnaður þess fyrir skatta jókst úr 36,9 milljónum punda í 46,8 milljónir punda að sérútgjöldum undanskildum á sex mánuðum til marzloka.
Hagnaður Daily Mail eykst um 27%

London. Reuter.

BREZKA blaðaútgáfan Daily Mail & General Trust PLC jók hagnað sinn um 27% á fyrri helmingi fjárhagsárs síns vegna mikillar sölu landsmálablaða sinna.

Fyrirtækið gefur út landsmálablöðin Daily Mail og Mail on Sunday . Hagnaður þess fyrir skatta jókst úr 36,9 milljónum punda í 46,8 milljónir punda að sérútgjöldum undanskildum á sex mánuðum til marzloka.

Fyrirtækið þakkaði velgengnina hagstæðum vaxtarskilyrðum í Bretlandi og býst við að afkoman á fjárhagsárinu í heild verði viðunandi. Afkoman á fyrri helmingi fjárhagsársins var í samræmi við spádóma svartsýnustu sérfræðinga.