FJÓRIR norðlenskir prestar héldu málverkasýningu í Safnhúsinu á Húsavík 7. og 8. júní. Sýninguna nefndu þeir "Í sátt og samlyndi" og er þáttur í tilefni af 90 ára afmæli Húsavíkurkirkju. Prestarnir sem sýndu voru þingeysku prestarnir Örn Friðriksson, prófastur, Skútustöðum, Sighvatur Karlsson, Húsavík, Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, og Bolli Gústavsson vígslubiskip, Hólum.

Prestar sýna

"Í sátt og samlyndi"

Húsavík. Morgunblaðið.

FJÓRIR norðlenskir prestar héldu málverkasýningu í Safnhúsinu á Húsavík 7. og 8. júní. Sýninguna nefndu þeir "Í sátt og samlyndi" og er þáttur í tilefni af 90 ára afmæli Húsavíkurkirkju.

Prestarnir sem sýndu voru þingeysku prestarnir Örn Friðriksson, prófastur, Skútustöðum, Sighvatur Karlsson, Húsavík, Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, og Bolli Gústavsson vígslubiskip, Hólum. Við opnun sýningarinnar lék Örn Friðriksson á píanó frumsamið tónverk, sem segja má að hafi verið óður til Mývatnssveitar.

Alls voru á sýningunni 41 olíu- og vatnslitamynd, og blýantsteikningar. Sýningin var vel sótt og seldu prestarnir flestar þeirra mynda sem falar voru.

Morgunblaðið/Silli MYNDLISTARMENNIRNIR og prestarnir Örn, Sigurður og Sighvatur ásamt biskupi.