ÁRSÞING Handknattleikssambandsins var haldið fyrir helgi og var Guðmundur Ág. Ingvarsson endurkjörin formaður. Þrír nýir koma inn í stjórnina, Jóhanna Ág. Sigurðardóttir, fyrrum gjaldkeri HSÍ, er orðin gjaldkeri á nýjan leik og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, og Goði Sveinsson, framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar, voru báðir kosnir í stjórn.
Fleiri

útlendingar leyfðir

ÁRSÞING Handknattleikssambandsins var haldið fyrir helgi og var Guðmundur Ág. Ingvarsson endurkjörin formaður. Þrír nýir koma inn í stjórnina, Jóhanna Ág. Sigurðardóttir, fyrrum gjaldkeri HSÍ, er orðin gjaldkeri á nýjan leik og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, og Goði Sveinsson, framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar, voru báðir kosnir í stjórn. Úr stjórninni ganga Ásdís Höskuldsdóttir og Kjartan K. Steinbach.

Guðmundur sagði að mikið hafi verið rætt um erlenda leikmenn á þinginu og samþykkt hefði verið að heimila tvo leikmann utan evrópska efnahagssvæðisins næsta vetur og ótakmarkaðan fjölda frá löndum innan svæðisins. Einnig var mikið rætt um peninga og sagði Guðmundur að velta sambandsins hefði verið um 50 milljónir króna og að skuldirnar væru enn um 100 milljónir.

"Þetta snýst því miður mikið um peninga og skuldirnar eru geigvænlegar. Kostnaðurinn hefur minnkað eins og stefnt var að en það er bullandi tap eins og er. Þegar nauðasamningar hafa tekist breytist þetta allt til hins betra. Það ríkti mikill einhugur og samstaða á þinginu og við höfum fundið fyrir miklum áhuga almennings á handbolta, bæði á HM í Japan og þegar við lögðum Dani 1. desember," sagði formaðurinn.

Á þinginu var að venju tilkynnt hvaða félag hlyti Unglingabikar HSÍ og að þessu sinni var það FH úr Hafnarfirði.