Í GRUNDARFIRÐI hafa verið byggðar 8 sjálfseignaríbúðir fyrir aldraða á Hrannarstíg 18, rétt við Dvalarheimilið Fellaskjól. Það er sveitarfélagið sem stendur að framkvæmdinni og eru 6 íbúðanna almennar kaupleiguíbúðir og 2 eru félagslegar kaupleiguíbúðir.
Grundarfjörður Nýjar

íbúðir

fyrir

aldraða Í GRUNDARFIRÐI hafa verið byggðar 8 sjálfseignaríbúðir fyrir aldraða á Hrannarstíg 18, rétt við Dvalarheimilið Fellaskjól. Það er sveitarfélagið sem stendur að framkvæmdinni og eru 6 íbúðanna almennar kaupleiguíbúðir og 2 eru félagslegar kaupleiguíbúðir.

Húsið er steinsteypt og er grunnflötur þess 655,80 m . Fjórar íbúðanna eru 3ja herbergja, um 70 m að stærð fyrir utan sameign, og aðrar fjórar eru 2ja herbergja, að stærð u.þ.b. 60 m fyrir utan sameign. Hönnuðir hússins eru Hús og ráðgjöf hf. um hönnun raflagna sá Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og aðalverktaki var Sprettur hf.

Fyrirkomulag hússins er þannig að fjórar íbúðir eru sitthvorum megin við gang sem liggur þvert í gegnum húsið. Við annan enda gangsins er skemmtileg setustofa með útsýni til Breiðafjarðar og fagurs fjallahrings Eyrarsveitar.

Morgunblaðið/Guðlaugur ÍBÚÐIR aldraðra að Hrannarstíg 18, Grundarfirði.

ÍBÚÐIRNAR eru í senn hentugar og vistlegar.