HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu raðhús við Vesturberg 155. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1973. Það er 184 ferm. að stærð, þar af er innbyggður 20 ferm. bílskúr. "Þetta er heppilegt sérbýli fyrir fjölskyldu sem samanstendur af t.d. fjórum aðilum," sagði Viðar Hauksson hjá Frón. "Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa, eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu.

Gott sérbýli

við Vesturberg HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu raðhús við Vesturberg 155. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1973. Það er 184 ferm. að stærð, þar af er innbyggður 20 ferm. bílskúr.

"Þetta er heppilegt sérbýli fyrir fjölskyldu sem samanstendur af t.d. fjórum aðilum," sagði Viðar Hauksson hjá Frón. "Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa, eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu. Útgengt er úr stofu í garð sem snýr í vestur. Uppi eru þrjú svefnherbergi og sjónvarpshol, en útgengt er frá sjónvarpsholi út á stórar svalir sem eru á milli húsanna. Húsið er laust og getur verið til afhendingar strax. Til greina kemur að taka upp í kaupin litla íbúð, seljanlega eða góða til útleigu. Ásett verð er 12­12,5 millj. kr."

Morgunblaðið/Árni Sæberg HÚSIÐ stendur við Vestur berg 155. Það er til sölu hjá Fróni. Ásett verð er 12­12,5 millj. kr., en til greina kemur að taka litla tveggja her bergja íbúð upp í kaupin.