TUTTUGU og tveir luku fyrir skömmu prófum til þess að fá löggildingu sem fasteigna- og skipasalar. Námið hófu þeir veturinn 1995 og luku því um síðustu áramót. Hæstu prófseinkunn hlaut Magnea S. Sverrisdóttir og var hún um leið með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í tíð núverandi prófnefndar.
Tuttugu og tveir luku fasteignasalaprófi TUTTUGU og tveir luku fyrir skömmu prófum til þess að fá löggildingu sem fasteigna- og skipasalar. Námið hófu þeir veturinn 1995 og luku því um síðustu áramót. Hæstu prófseinkunn hlaut Magnea S. Sverrisdóttir og var hún um leið með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í tíð núverandi prófnefndar.

Þetta var þriðja námskeiðið, sem nefndin stendur fyrir, en hún hefur starfað frá árinu 1988. Alls hófu um fimmtíu manns þátttöku í náminu og var hlutfall þeirra, sem prófinu luku nú, svipað og í fyrri námskeiðum. Kennslan hefur farið í þremur hlutum undir umsjón prófnefndarinnar, en í henni eiga sæti Þorgeir Örlygsson prófessor, Sigrún Jóhannesdóttir lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og Tryggvi Gunnarson hrl. Kennslan fer fram samkvæmt reglugerð, sem dómsmálaráðuneytið setti 1987 um próf fyrir þá, sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna- og skipasalar. Auk lögfræðilegra viðfangsefna, sem kennd eru, er í náminu fjallað um ýms fjármálaleg atriði, sem varða kaup og sölu fasteigna og skipa, mat á þeim, ágrip af byggingarfræði, skattamál, rekstur fasteigna- og skipasölu og mikil áherzla lögð á lausn raunhæfra verkefna og skjalagerð. Til þess að ljúka fasteignasalaprófi þurfa nemendurnir einnig að ljúka starfsþjálfun með því að hafa unnið að lágmarki einn mánuð við fasteignasölu undir handleiðslu lögilts fasteigna- og skipasala og lokið fimm daga starfskynningu hjá þinglýsingadómara. Morgunblaðið/Jónas Svavarsson MYNDIN var tekin við út skriftarathöfnina. Efri röð frá vinstri: Þórður Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guð jón Hjörleifsson, Erlendur Davíðsson, Haukur Friðriks son, Kristinn Tómasson, Run ólfur Gunnlaugsson, Guð mundur Sigurjónsson, Hauk ur Guðjónsson, Sigurður J. Sigurðsson, Ásmundur Skeggjason, Þórður Ingvars son, Ingólfur Gissurarson, Haukur Geir Garðarsson. Neðri röð frá vinstri: Halla Unnur Helgadóttir, Kristín Ágústa Björnsdóttir, Guð björg Ósk Jónsdóttir, Ingi björg Þórðardóttir, Magnea S. Sverrisdóttir, Hekla Karen Sæbergsdóttir, Gerður Jóels dóttir. Á myndina vantar Unnar S. Ingimundarson.