FORSÆTISRÁÐHERRA sagði á Alþingi að í stað þess að hækka skattleysismörkin yrði upphæðin notuð til að lækka skatta og þá sérstaklega jaðarskatta, því það væri forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar. Margir bundu því vonir við að skattar myndu lækka verulega 1. maí sl.
Hvað varð um skattalækkunina?

Það er forgangskrafa, segir Margrét Thoroddsen , að skattleysismörkin verði hækkuð. FORSÆTISRÁÐHERRA sagði á Alþingi að í stað þess að hækka skattleysismörkin yrði upphæðin notuð til að lækka skatta og þá sérstaklega jaðarskatta, því það væri forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.

Margir bundu því vonir við að skattar myndu lækka verulega 1. maí sl., ekki síst aldraðir sem verða illa fyrir barðinu á jaðarsköttum, þar sem tekjur umfram ákveðna upphæð skerða einnig tryggingabætur.

Síðan var tilkynnt að skattprósentan myndi lækka um 1,1% á þessu ári. Fannst mörgum það ekki mikil rausn en þó eitthvað í áttina. En þar sem skattleysismörkin hækka ekki lækkar persónuafslátturinn, svo lítið verður úr skattalækkuninni.

Meðf. tafla sýnir staðgreiðslu skatta hjá manni með 70 þús. kr. mánaðartekjur. Lækkunin 1. maí nam kr. 127 í stað kr. 770, ef persónuafslátturinn hefði ekki lækkað. Þetta kalla ég að fara aftan að fólki.

Auk þess er hneyksli að fólk með 70 þús. kr. tekjur á mánuði þurfi að greiða kr. 4.715 í skatt. Forgangsverkefni hjá launþegum, samtökum aldraðra og öryrkja ætti að vera að skattleysismörkin yrðu hækkuð í a.m.k. 70 þús. á mánuði.

Nokkur dæmi um lækkun staðgreiðslu

Miðað við 70 þús. kr. tekjur:

Dags. skattprósenta persónuafsl. staðgreiðsla 1996 41,94% 24.544 4.814 1.1.1997 41,98% 24.544 4.842 1.5.1997 40,88% 23.901 4.715 Af þessu sést að lækkun staðgreiðslu er aðeins kr. 127.

Skattleysismörkin voru frá áramótum kr. 58.466 og hækkuðu ekki, þó skattprósentan lækkaði. ­ Til þess að persónuafslátturinn héldist óbreyttur, hefðu þau þurft að hækka í kr. 60.039.

Hefði persónuafslátturinn haldist óbreyttur, væri staðgreiðslan af 70 þús. kr. tekjum nú kr. 4.072 ­ og hefði þá lækkunin numið kr. 770 í stað kr. 127.

Mismunurinn kr. 643 er vegna lækkunar á persónuafslættinum.

Höfundur er í stjórn Félags eldri borgara og félagi í AHA-hópnum.

Margrét

Thoroddsen