HANDVERKSHÚS Gallerí Grúsk hefur verið opnað í Grundarfiðri og eru stofnfélagar þess orðnir um það bil 15. Þær Sigrún Ólafsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Jónína Herdís Björnsdóttir eru hvatamenn að tilurð þessa fyrirtækis sem er til húsa í Skerðingsstöðum hér í miðju þorpinu sem hefur rúmlega 950 íbúa.
Gallerí Grúsk opnar í Grundarfirði

Grundarfjörður. Morgunblaðið.

HANDVERKSHÚS Gallerí Grúsk hefur verið opnað í Grundarfiðri og eru stofnfélagar þess orðnir um það bil 15. Þær Sigrún Ólafsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Jónína Herdís Björnsdóttir eru hvatamenn að tilurð þessa fyrirtækis sem er til húsa í Skerðingsstöðum hér í miðju þorpinu sem hefur rúmlega 950 íbúa.

Í handverkshúsinu verða seldir munir sem unnir eru af Grundfirðingum og kennir þegar ýmissa grasa svo sem flugur, dúkar, lyklakippur, húfur, málverk og fleira.

Mikil ánægja kom fram hjá gestum við opnun handverkshússins og spurðu margir hvers vegna ekki hefði verið byrjað á þessu fyrr. Reynt verður að hafa handverkshúsið Gallerí Grúsk opið flesta daga í sumar.