Í SÓLSTÖÐUGÖNGUNNI 1997 laugardaginn 21. júní verða í boði gönguferðir og sjóferðir með ströndum Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Að þessu standa ýmsar stofnanir, fyrirtæki, félög og áhugahópar í sveitarfélögunum sem strönd fjarðanna tilheyrir. Sveitarfélögin sem um er að ræða eru; við Kollafjörð: Kjalarneshreppur, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær.
Sólstöðugangan 1997 Gengið og siglt með ströndinni

Í SÓLSTÖÐUGÖNGUNNI 1997 laugardaginn 21. júní verða í boði gönguferðir og sjóferðir með ströndum Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Að þessu standa ýmsar stofnanir, fyrirtæki, félög og áhugahópar í sveitarfélögunum sem strönd fjarðanna tilheyrir.

Sveitarfélögin sem um er að ræða eru; við Kollafjörð: Kjalarneshreppur, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. Við Skerjafjörð: Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. Alls sjö sveitarfélög.

Gönguferðirnar hefjast við sólsetur aðfaranótt laugardagsins klukkan tólf á miðnætti. Kollafjarðarleiðin við Messing á Kjalarnesi og Skerjarfjarðarleiðin við Hrakhólma á Álftanesi og gengið verður með strönd fjarðanna að Seltjörn í Seltjarnarnesbæ. Þar hittast hóparnir og ganga saman upp á Valhúsahæð og ljúka göngunni þar klukkan tólf á miðnætti við sólsetur aðfaranótt sunnudagsins.

Tímatafla fyrir áfangastaði á gönguleiðunum og kort verða gefin út þannig að hægt verður að koma í gönguferðirnar og fara úr þeim að vild allan sólarhringinn.

Sjóferðir með strönd fjarðanna verða skipulagðar í samvinnu við Siglingamiðstöðina, sem er með Skúlaskeið og Árnes, og Gunnar Marel Eggertsson eiganda langskipsins Íslendings. Tímatafla þeirra verður einnig birt síðar.