ÞANN 13. júní sl. fóru fram réttarhöld í sakadómi í Istanbul vegna umgengnisbrota Halims Al á Sophiu Hansen. Frestaði dómari réttarhaldinu til 17. júlí. Við réttarhaldið var tekin fyrir þriðja ákæran á hendur Halim Al vegna umgengnisréttarbrota. Óskaði dómari eftir að fá öll gögn um forræðismálið frá Hæstarétti, auk afrita af umgengnisréttarbrotum.
Sophia Hansen Réttarhöldum frestað

ÞANN 13. júní sl. fóru fram réttarhöld í sakadómi í Istanbul vegna umgengnisbrota Halims Al á Sophiu Hansen. Frestaði dómari réttarhaldinu til 17. júlí.

Við réttarhaldið var tekin fyrir þriðja ákæran á hendur Halim Al vegna umgengnisréttarbrota. Óskaði dómari eftir að fá öll gögn um forræðismálið frá Hæstarétti, auk afrita af umgengnisréttarbrotum. Þá var réttarhaldi frestað til 17. júlí. Næstu réttarhöld yfir Halim Al verða í sakadómi 20. júní nk.

Við úrskurð í forræðismálinu fékk Sophia umgengnisrétt við dætur sínar, þær Dagbjörtu og Rúnu, frá 1. júlí til 31. ágúst ár hvert. Síðast sá hún þær í desember sl. Nú segist Halim Al vera búinn að senda þær til fjalla og ef að Sophia vilji hitta þær þá verði hún að fara þangað. Úrskurður um umgengnisrétt kveður á um að börnin skuli hitta móður sína í Istanbul.