dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " Í dag er þriðjudagur 17. júní, 168. dagur ársins 1997. Lýðveldisdagurinn. Orð dagsins: Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka.

(Hebr. 10, 24.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt fór Artctic Swan. Í gær komu Reykjafoss, Stapafell, Hólmadrangur, Víkingur AK og Bremen sem fór samdægurs. Þá fóru Dettifoss og Skógarfoss. Italia Prima er væntanleg fyrir hádegi og fer í kvöld og Hansewall. Á morgun koma Sovietskaya Konstitutsiya, Dettifoss og Brúarfoss. Maxím Gorkí kemur á fimmtudag.

Hafnarfjarðarhöfn: Strong Icelander kemur fyrir hádegi og á morgun kemur Bootes og Dettifoss í Straumsvík.

Fréttir

Herkastalinn. Kaffisala í dag kl. 14-19 í Kirkjustræti 2 og hugvekjustund kl. 18.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Fataúthlutun og flóamarkaður á miðvikudag kl. 16­18 á Sólvallagötu 48.

Mannamót

Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun miðvikudag eru "Sumardagar í kirkjunni" í Breiðholtskirkju. Hugvekju flytur sr. Gísli Jónasson. Kaffiveitingar í boði. Þriðjudaginn 24. júní verður farin ferð um Heiðmörk og í Jónsmessufagnað í Skíðaskálanum. Skráning er hafin. Uppl. á staðnum og í síma 557­9020.

Hæðargarður 31, félagsmiðstöð aldraðra. Dagsferð Gullfoss-Geysir fimmtudaginn 19. júní kl. 9. Skráning í síma 568-3132.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Dansað í Goðheimum, Sóltúni 3, kl. 20 í kvöld. 27. júní verður farin dagsferð í heiðmörk og rafveitan við Elliðaár skoðuð. Lagt af stað kl. 13.30. Fararstjóri Páll Gíslason. Skagafjarðarferð 1.-14. júlí. Fararstjóri Baldur Sveinsson. Skráning og miðaafhending á skrifstofu, Hverfisgötu 105 kl. 8-16 v.d. s. 552-8812.

Bólstaðarhlíð 43. Spilað á miðvikudögum frá kl. 13-16.30.

Norðurbrún 1. Félagsvist á morgun kl. 14. Kaffiveitingar og verðlaun.

Árskógar 4. Á morgun miðvikudag kl. 13 frjáls spilamennska. Kl. 13-16.30 handavinna.

Hraunbær 105. Á morgun miðvikudag kl. 9-16.30 almenn handavinna.

Vesturgata 7. Á morgun miðvikudag kl. 9-16 myndlistarkennsla, kl. 10 spurt og spjallað, kl. 13 boccia og kóræfing, kl. 14.30 kaffiveitingar.

Hvassaleiti 56-58. Á morgun miðvikudag danskennsla kl. 14 hjá Sigvalda. Kaffiveitingar kl. 15 og frjáls dans undir stjórn hans. Allir velkomnir.

Vitatorg. Á morgun miðvikudag kl. 9 kaffi, smiðjan, stund með Þórdísi kl. 9.30, boccia kl. 10, bankaþjónusta kl. 10.15, handmennt almenn kl. 10, ýmislegt óvænt kl. 13.30, kaffi kl. 15.

Aflagrandi 40. Á morgun miðvikudag verður farið í verslunarferð kl. 10. Samverustund í Breiðholtskirkju kl. 14. Kirkjubíll fer frá Aflagranda kl. 13.15.

Gjábakki. Jónsmessugrillveisla verður í Gjábakka þriðjudaginn 24. júní kl. 12. Skráning í s. 554-3400.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra, Kópavogi. Í sumar verður púttað með Karli og Ernst kl. 10-11 mánudaga og miðvikudaga á Rútstúni.

Sólstöðuhópurinn heldur sumarhátíð sína "Í hjartans einlægni" á Laugalandi í Holtum, 20.-22. júní nk. Boðið er upp á vandaða dagskrá fyrir alla aldurshópa m.a. námskeið fyrir fullorðna og börn. Uppl. og skráning í s. 553-3001.

Kirkjustarf

Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma. Samvera fyrir eldri borgara í Breiðholtskirkju fimmtudag kl. 14-16. Sr. Gísli Jónsson flytur hugleiðingu. Almennur söngur, kaffiveitingar og létt spjall.

Áskirkja. Samverustund fyrir foreldra ungra barna miðvikudag kl. 10-12.

Dómkirkjan. Hádegisbænir miðvikudag kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjulofti á eftir.

Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir miðvikudag kl. 18.

Neskirkja. Sumardagar í kirkjunni á morgun, miðvikudag, frá kl. 14-16. Samvera í Breiðholtskirkju. Farið verður frá Neskirkju kl. 13.30. Kirkjubíllinn ekur um hverfið. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson.

Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili á eftir.

Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi fimmtudaga kl. 10.30.

Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun á morgun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænum í s. 567-0110.

Kletturinn, kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Biblíulestur miðvikudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.

Stokkseyrarkirkja. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn fimmtudaginn 19. júní kl. 20.30 í Kaffihúsinu við fjöruborðið.

Eyrarbakkakirkja. Aðalfundur safnaðarins verður haldinn á morgun miðvikudag kl. 20 í Kaffi Lefolii.

Landakirkja. Bænasamvera í heimahúsi kl. 20. Uppl. gefa prestar. KFUM og K húsið opið unglingum á morgun miðvikudag kl. 20.