ILLKLEIFAR þrautir og fjölmargar veltur settu svip sinn á torfærumót í Jósepsdal á laugardaginn. Þetta var annað mótið af fimm sem gildir til Íslandsmeistaratitils. Meistarinn úr Ölfusi, Haraldur Pétursson, vann sinn fyrsta sigur á árinu í flokki sérútbúinna jeppa, en í flokki sérútbúinna götujeppa vann Gunnar Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari.

Haraldur velti tví-

vegis en sigraði samt ILLKLEIFAR þrautir og fjölmargar veltur settu svip sinn á torfærumót í Jósepsdal á laugardaginn. Þetta var annað mótið af fimm sem gildir til Íslandsmeistaratitils. Meistarinn úr Ölfusi, Haraldur Pétursson, vann sinn fyrsta sigur á árinu í flokki sérútbúinna jeppa, en í flokki sérútbúinna götujeppa vann Gunnar Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari.

Þrjár þrautir reyndust ófærar fyrir ökumenn í flokki sérút búinna jeppa, þrátt fyrir öflugan búnað jeppanna. Aðstæður ollu fjölmörgum veltum, þar sem ökumenn slógu lítið af, hvert stig var dýrmætt. Sjö ökumenn af sautján blönduðu sér í baráttuna um verðlaunasæti. Gísli G. Jónsson náði besta tíma í tímaþraut, fyrstu þraut keppninnar, en Gunnar Egilsson og Sigurður Axelsson voru skammt undan. Sigurður jafnaði stöðuna með góðum árangri í annarri þraut, var jafn Gísla að stigum. En það munaði aðeins 20 stigum á fyrsta og fimmta sæti. Sigurður náði síðan skammtíma forystu í þriðju þraut. Meistarinn Haraldur lét síðan finna fyrir sér í fjórðu þraut og náði 15 stiga forystu á Einar Gunnlaugsson.

Erfiðar þrautirnar gerðu mönnum þó lífið leitt. "Ég og Sigurður misstum af sigurmöguleikanum í fjórðu þraut, ruddum brautina fyrir aðra, fengum þrefalt færri stig þar sem við vorum fyrstir í þrautina. Það var sorglegt. Ég velti svo í fimmtu þraut á hálfaulalegan hátt, sem bætti ekki úr skák, fann ekki bakkgírinn þegar ég ætlaði að bjarga mér," sagði Gunnar. Hann gat þó verið sáttur við árangurinn. Náða að hanga á öðru sætinu í annað skiptið á árinu, varð jafn Ásgeiri Jamil Allanssyni að stigum. Tókst það með fullu húsi stiga í síðustu þraut. Sigurður féll hins vegar í sjöunda sætið.

En baráttan um fyrsta sætið varð hörð alveg til loka. Eftir næst síðustu þraut, þeirri sjöundu af átta var Gísli orðinn fyrstur, Haraldur var annar og Einar þriðji. Einar komst í annað sætið, en gerði mistök. "Ég vildi sigur eða ekkert. Ákvað í sjöundu þraut að láta vaða, en það varð mér að falli. Það hefði kannnski verið gáfulegra að hala inn dýrmæt stig í titilslagnum, en ég hefði sjálfsagt nagað mig í handbökin að reyna ekki við gullið. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég vinn bara á Egilsstöðum í staðinn," sagði Einar.

Haraldur lét engan bilbug á sér finna í lokaþrautinni, fékk 300 stig af 300 mögulegum og samtals 1.640 stig, Gísli 1.615 og síðna komu Gunnar og Ásgeir með 1.570. Gunnar fékk bronsið á betri árangri í fyrstu þraut.

"Það var ekkert annað fyrir mig að gera en vinna, til að auka möguleika á titilvörninni. Ég er nú með eins stigs forystu á Einar Gunnlaugsson, að tveimur mótum loknum. Ég vann með bestum árangri í síðustu þraut, tæpara mátti það ekki standa," sagði Haraldur eftir keppnina, "ég velti í tvígang. Það þýðir ekkert að dóla í þrautum, en ég var heppinn líka, því ég tapaði forystunni í sjöunda þraut til Gísla. Allt annað en sigur hefði verið tap í mínum huga, þannig að ég er ánægður".

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Í toppslagnum ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur Pétursson gaf ekkert eftir og velti tvívegis í slagnum um stig í þrautunum í Jósepsdal, sem voru erfiðar. Hann sigraði þó í torfærunni og er efstur í stigakeppninni.

Hvert skal halda? RAFN A. Guðjónsson vissi ekki í hvora átta hann átti að fara á tímabili, eftir að framhjólabúnaður bilaði hjá honum.

Gunnlaugur

Rögnvaldsson

skrifar