INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR

Ingibjörg Sigríður Skúladóttir fæddist í Nes í Hallingdal, í Noregi 15. október 1926. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason ritstjóri, f. 27.7. 1890, d. 12.1. 1982, og Nelly Thora Skúlason, f. Mjölið 31.5. 1894, d. 5.12. 1980. Ingibjörg átti þrjú systkin. Þau eru: Guðrún Þórhildur, f. 12.2. 1929, Skúli, f. 6.2. 1931, d 30. 9. 1932, og Hallgrímur Skúli, f. 24.11. 1933. Ingibjörg gekk í barnaskóla í Reykjavík en lauk stúdentsprófi í Noregi árið 1944 þá 17 ára og kenndi síðan í "Folkeskolen" síðasta stríðsárið. Þegar friður komst á kom hún til Íslands til að nema læknisfræði við HÍ. Hún hætti námi við HÍ áður en hún giftist. Mestalla starfsævina starfaði hún hjá Bræðrunum Ormsson. Ingibjörg giftist 11.12. 1948 Gunnlaugi Karli Eiríkssyni, forstjóra, f. 31.12. 1925. Hann er sonur hjónanna Eiríks Ormssonar, f. 6.7. 1887, d. 29.7. 1983, og Rannveigar Jónsdóttur, f. 9.6. 1892, d. 9.8. 1973. Ingibjörg og Karl eignuðust fimm börn: Þau eru: 1) Óskírð dóttir, f. 12.4. 1949 sem andaðist samdægurs. 2) Eiríkur, f. 11.6. 1950, kvæntur Ragnheiði Pétursdóttur, f. 3.5. 1944, áður kvæntur Margréti Björnsdóttur, f. 29.1. 1947, þau eiga tvö börn. 3) Þóra, f. 18.6. 1953, áður gift Kolbjörn Akerlie, f. 10.5. 1952, þau eiga tvö börn. 4) Skúli, f. 8. 4. 1956, d. 28. 4. 1957. 5) Hallgrímur Skúli, f. 20. 5. 1960, kvæntur Bergrósu Hauksdóttur, f. 2. 12. 1957, þau eiga þrjú börn. Útför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30.